Umsókn um búnaðarskilríki

Þetta umsóknarform er fyrir búnaðarskilríki.
Þessi búnaðarskilríki er hægt að setja upp á hefbundnum tölvubúnaði.

Umsóknarformið er í eftirfarandi 6 skrefum:

  1. Upplýsingar um fyrirtæki
  2. Hér þarf að slá inn kennitölu fyrirtækis, þessi kennitala verður í búnaðarskilríkjunum.
    Nafn fyrirtækis er sótt í fyrirtækjaskrá og verður einnig í búnaðarskilríkjunum.
  3. Upplýsingar um lögbæran fulltrúa
  4. Lögbær fulltúi þarf að vera skráður með prókúru á fyrirtækið í fyrirtækjaskrá eða með umboð frá prófkúruhafa.
    Ef engar upplýsingar eru um prókúru í fyrirtækjaskrá þarf að sanna prókúru með örðum hætti.
    Upplýsingar um lögbæran fulltrúa koma ekki fram í búnaðarskilríkjunum, hvorki kennitala eða netfang.
  5. Upplýsingar um tæknilegan tengilið
  6. Slá þarf inn kennitölu, netfang og síma tæknilegs tengiliðs.
    Netangið þarf að staðfesta og mun verða notað til að senda á tilkynningar varðandi búnaðarskilríkin.
    Engar upplýsingar um tæknilegan tengilið koma fram í búnaðarskilríkjunum.
  7. Nafn búnaðarskilríkja (Common Name) og gildistími
  8. Nafn búnaðarskilríkja (Common Name) þarf að innihalda nafn fyrirtækisins eða eitthvað sem tengir búnaðarskilríkin á óyggjandi hátt við fyrirtækið.
  9. Skilríkjabeiðni CSR
  10. CSR (Certificate Signing Request) er ferli sem nauðsynlegt er að fara í gegnum.
    Umsækjendur búnaðarskilríkja geta valið um að Auðkenni geri CSR beiðnina fyrir þá.
    Við mælum samt með því að umsækjendur geri CSR sjálfir, það er ekki það flókið ef leiðbeiningum er fylgt.
    Fyrir Windows notendur mælum við með því að nota "uppskrift" sem við útbúum út frá upplýsingum sem settar eru inn í umsóknarfomið.
    Þessi uppskrift er birt í þessu skrefi og hún afrituð inn í CMD (Command Promt) glugga.
    Þá verður sjálfkrafa til einkalykill búnaðarskilríkjanna og CSR runa sem afrita þarf inn í CSR svæði í umsóknarforminu.
    Skilríkjakerfi Auðkennis notar svo CSR rununa til að framleiða og undirrita dreifilykil búnaðarskilríkjanna.
    Nánari upplýsingar um CSR, einkalykla og dreifilykla er að finna í tæknilegum leiðbeiningum sem finna má á www.audkenni.is
  11. Skilmálar og vottun umsóknar
  12. Umsækjandi verður að samþykkja almenna skilmála Auðkennis áður en hægt er að senda umsóknina inn.
    Sjá: Almennir skilmálar
    Einnig þarf lögbær fulltrúi að votta sig og samþykkja umsóknina með því að skrifa undir umsóknarskjal með rafrænum skilríkkjum sem sent verður á hann á það netfang sem var skráð í umsóknarformið.
    Sjá: Dæmi um umsóknarskjal

Ítarlegar tækniupplýsingar er að finna hér Tæknilegar leiðbeiningar
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á fyrirspurnir@audkenni.is eða hringa í síma 530-0000