Umboð fyrir lögbæran fulltrúa

Samkvæmt reglum Auðkennis ehf. um umsjón og útgáfu rafrænna skilríkja þarf lögbær fulltrúi félags eða stofnunar að undirrita umsóknir um rafræn skilríki sem sótt er um fyrir viðkomandi félag/stofnun og starfsmenn þess. Lögbær fulltrúi er sá einstaklingur sem hefur umboð til að skuldbinda viðkomandi félag/stofnun út á við, þ.á m. sækja um og fá útgefið rafræn skilríki. Þetta er gert til að tryggja að ekki séu gefin út skilríki í heimildarleysi eða til rangra aðila.

Ef viðkomandi er skráður með prókúru á fyrtæki í fyrirtækjaskrá er það nægjanlegt til að hann sé lögbær, ef ekki þarf viðkomandi umboð frá þeim aðila sem skráður er með prókúru.

Það verður að skrá í alla reiti.